

Það sem kallast fóðrun í tengslum við skólplagnir og aðrar fráveitulagnir er þegar skemmd eða slitin lögn er endurnýjuð með því að búa til nýja lögn innan í þeirri gömlu. Nokkrar aðferðir eru mögulegar við fóðrun lagna en hér á landi er fóðrun með sokk algengust.
Áður en sjálf fóðringarvinnan hefst þarf að hreinsa lagnirnar. Það fer þannig fram að allar lagnir eru myndaðar og metið hvaða hreinsunaraðferð þarf að beita á hverjum stað fyrir sig, t.d. háþrýstiþvotti eða öðrum aðferðum. Þessi vinna fer fram frá hreinsibrunnum, klósettum og niðurföllum, allt eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.
Næst eru gömlu lagnirnar fóðraðar að innan með epoxy-sokk, Við fóðrum lagnir frá 50 mm og stæra.
Sokknum er blásið inn í lagnirnar, fóðrunarefnið þrýstist út í gömlu lögnina og myndar þannig nýja lögn innan í gamla rörinu. Eftir að fóðringin er komið á réttan stað tekur það u.þ.b. eina klukkustund að harðna. Næsta skref er að að opna allar hliðarlagnir sem tengjast inn á viðkomandi lögn. Eftir þetta er komin 100% þétt og sjálfberandi lögn.
Við Hjá Stíflulosun Suðurlands erum vel tækjum búnir fyrir alla fóðringar vinnu og getum tekið að okkur bæði lítil og stærri verkefni
