Stíflulosun
Stíflaðar lagnir eru eitt það hvimleiðasta vandamál sem upp koma í okkar daglega lífi og þá þarf oft á tíðum að bregðast fljót og örugglega við . Stíflulosun Suðurlands hefur til umráða allan þann búnað sem til þarf við Stíflulosun. Það er þó nokkrar aðferðir sem notaðar eru við stíflulosun en helst má þó telja sérhæfður háþrýstibúnað með spíssum sem keyrir sig inn í lögnina og losar um stífluna. Eining notumst við svokallaða Millera þar sem gormur með áföstum hreinsikeðjum er keyrður inní lögnina til að losa um aðskotahlut eða aðra fyrirstöðu sem er að stífla lögnina.

Stíflaðir sturtubotnar og Baðkör geta verið erfið viðureignar þar sem aðgengi að lögnum er oft ekki til staðar. Í þó nokkrum tilfellum er eina leiðin að opna undir baðkör og sturtubotna svo hægt sé að komast að vatnslásum.
Við losum stíflur úr:
- Salernum
- Eldhúsvöskum
- Niðurföllum
- Baðkörum og sturtubotnum
- Hreinsibrunnum
- Drenlögnum
- Jarðvatnslögnum
Rótarhreinsun
Í eldri og grónum hverfum þar sem trjágróður er mikill geta trjárætur verið hinn versti óvinur húseigenda. Trjárætur elta raka og þröngva sér inní rörin og halda áfram að vaxa inni rörunum.
Ef trjárætur fá að vaxa inní rörum þá endar það í flestum tilfellum með stífluðum lögnum eða í verstu tilfellum sprengja þær lagnirnar. Þetta á sérstaklega við steinsteyptar lagnir en þó kemur það fyrir að rætur nái að þröngva sér inní plastlagnir.
Stíflulosun Suðurlands hefur yfir að ráða öflugum tækjum til rótahreinsunar sem í flestum tilfellum getur fræst út rætur úr lagnakerfinu. Í verstu tilfellum þar sem rótarmassinn er mjög þéttur þá verður að grafa upp lagnir og endurleggja.


Lagnamyndun
Stíflulosun Suðurlands notast eingöngu hátækni vélar , allt frá smærstu vélum sem geta farið í rör frá vöskum til sjálfkeyrandi véla sem mynda stærstu skólplagnir
Hvernig fer lagnamyndun fram ?
Við tökum við frá salerni og myndum skólplögnina með röramyndavél, myndum frá niðurföllum, vöskum og hreinsibrunnum séu þér til staðar allt fer þetta eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.
Allar lagnamyndanir erum teknar upp og vistaðar inna myndavélakerfið, við sendum svo viðskiptavinum upptökur stafrænt. Þessar upptökur eru mikilvæg gögn varðandi viðhaldsögu húsnæðis og áframhaldandi framkvæmda ef svo ber undir.
Stíflulosun Suðurlands geymir upptökur í 1 ár frá myndunardegi.
Staðsetning lagna
Þegar upp koma vandamál í lagnakerfinu eða við breytingar á húsnæði getur verið nauðsynlegt að staðsetja lögnina.
Okkar vélar eru með staðsetningarbúnað og dýftar mæli , við getum staðset bilanir, brunna, stíflur og niðurföll með mikilli nákvæmni.
Lagnahreinsun
Á hverju ári fáum við fréttir af því að mikill vatnselgur hafi myndast við húsnæði eða götur og niðurföll hafi ekki undan með þeim afleiðingum að vatn hafi flætt inní húsnæði með tilheyrandi óþægindum skemmdum á húsnæði og innanstokksmunum fyrir utan mikið fjárhagstjón.
Í mörgum tilfella hefði mátt koma í veg fyrir svona tjón með fyrirbyggandi viðhaldi á lagnakerfinu.
Stíflulosun Suðurlands býður uppá lagnahreinsun á niðurföllum, skólplögnum drenlögnum regnvatnslögnum sandföngum uppdælingu úr brunnum .
Við bjóðum fyrirtækum, sveitafélögum og einstaklingum uppá samninga sem fela í ´sér reglulegt eftirlit og hreinsun á lögnum í og við húsnæði eða götum.
Gufu Test
Í þeim tilfellum þar sem lykt er að koma frá fráveitukerfum innanhúss og röra myndavélar eru ekki að greina skemmdir í lagnakerfinu er oft t eina lausnin að taka Gufutest á kerfinu þetta á sérstaklega við þegar plastlagnir eru annars vegar til staðar þá getur verið mjög erfitt að greina örsmár sprungur.
Við tengjum slöngu frá vélini sem býr til fína gufu við lagnakerfið því næst lokum við öllum stútum sem tengjast við vaska klóset niðurföll við blásum gufu inná kerfið og búum til þrýsting inní kerfinu.
Ef það eru lekar þá koma þeir í ljós eftir að búið er að byggja upp þrýsting